Innlent

Jóhanna kenndi Jóni Bjarna um seinagang kvótafrumvarpsins

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sakaði Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, á Alþingi morgun um að hafa dregið það í nærri tvö ár að koma fram með frumvarp um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi verið seinn í allri vinnu og verið í litlu sambandi við aðra ráðherra um málið.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gagnrýndi kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar í umræðu um málið á Alþingi í gær og sagði að markaðssjónarmið skipuðu þar of mikinn sess. Því væri óvíst hvort hann gæti stutt málið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra um málið við upphaf þingfundar í dag. Jóhanna sagðist ekki hafa hlustað á ræðu Jóns.

„Staðreynd málsins er sú, að við stöndum núna í lok kjörtímabilsins, þegar eitt ár er eftir, með fiskveiðistjórnunarfrumvarpið, komi hingað til þingsins eins og við viljum hafa það. Það er vegna þess að háttvirtur þingmaður Jón Bjarnason dró þetta mál og var seinn í allri vinnu með málið og hafði litla samvinnu við ríkisstjórnina í þessu máli," sagði Jóhanna á Alþingi í morgun. Jón Bjarnason greip þá framm í fyrir Jóhönnu og sagði: „Þetta er ósatt." Jóhanna hélt þá áfram. „Við þurftum að setja á sérstakar ráðherranefndir til þess að flýta þessu máli og það hefði eðlilegan gang, þannig að það stendur ekki steinn yfir steini í þessu."

Jóhanna sagði að ábyrgð Jóns á stöðu málsins væri mikil.

„Það er fyrst og fremst hægt að skrifa það á hans reikning hvað við erum sein með þetta mál á þessu kjörtímabili," sagði Jóhanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×