Bíó og sjónvarp

Jóhann Jóhannsson vann ekki BAFTA-verðlaun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jóhann Jóhannsson á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra.
Jóhann Jóhannsson á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. vísir/getty
Jóhann Jóhannsson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Ennio Morricone og tónlist hans í Tarrantino-myndinni The Hateful Eight á BAFTA-verðlaunahátíðinni í kvöld. Jóhann hafði verið tilnefndur fyrir bestu tónlist en hann samdi tónlist fyrir myndina Sicario.

Þetta er annað árið í röð sem Jóhann var tilnefndur til verðlaunanna en í fyrra fór hann ekki heldur heim með styttuna. Þá var hann tilnefndur fyrir tónlist úr myndinni The Theory of Everything

The Revenant, kvikmynd Alejandro G. Inarritu, hlaut flest verðlaun á hátíðinni eða fimm talsins. Þar á meðal má nefna verðlaun fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn og Leonado DiCaprio hlaut verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Hugh Glass. Að auki fékk myndin verðlaun fyrir bestu myndatöku og hljóð.

Mad Max: Fury Road fékk næstflest verðlaun eða fjögur talsins, fyrir bestu klippingu, búninga, leikmuni og förðun. Myndirnar Bridge of Spies og Carol, sem fengu flestar tilnefningar, eða níu hvor mynd, fengu aðeins ein verðlaun. Þau féllu í skaut Mark Rylance fyrir besta leik í aukahlutverki. Cate Blanchett laut í lægra haldi fyrir Brie Larson í flokki bestu leikkonu í aðalhlutverki.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á tónlist Jóhanns úr Sicario.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×