Jóhann Berg og félagar ćtla ađ endurgreiđa stuđningsmönnum

 
Enski boltinn
10:37 13. JANÚAR 2016
Jóhann Berg, lengst til hćgri, í leiknum í gćr.
Jóhann Berg, lengst til hćgri, í leiknum í gćr. VÍSIR/GETTY

Johnnie Jackson, fyrirliði enska B-deildarliðsins Charlton, segir að leikmenn liðsins ætli að endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem mættu á leik liðsins gegn Huddersfield í gær.

Huddersfield vann leikinn, 5-0, og segir Jackson að frammistaða liðsins hafi verið óásættanleg.

„Ég vil fyrir hönd leikmannanna biðjast afsökunar. Þetta var til skammar,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína og bætti við að leikmenn í samstarfi við félagið muni endurgreiða þeim 166 stuðningsmönnum Charlton sem fóru á leikinn fyrir miðann sinn.

Charlton hefur nú spilað níu leiki í röð án þess að vinna og eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Charlton í gær og spilaði fyrstu 74 mínúturnar í leiknum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Jóhann Berg og félagar ćtla ađ endurgreiđa stuđningsmönnum
Fara efst