SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Jóhann Berg og félagar ćtla ađ endurgreiđa stuđningsmönnum

 
Enski boltinn
10:37 13. JANÚAR 2016
Jóhann Berg, lengst til hćgri, í leiknum í gćr.
Jóhann Berg, lengst til hćgri, í leiknum í gćr. VÍSIR/GETTY

Johnnie Jackson, fyrirliði enska B-deildarliðsins Charlton, segir að leikmenn liðsins ætli að endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem mættu á leik liðsins gegn Huddersfield í gær.

Huddersfield vann leikinn, 5-0, og segir Jackson að frammistaða liðsins hafi verið óásættanleg.

„Ég vil fyrir hönd leikmannanna biðjast afsökunar. Þetta var til skammar,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína og bætti við að leikmenn í samstarfi við félagið muni endurgreiða þeim 166 stuðningsmönnum Charlton sem fóru á leikinn fyrir miðann sinn.

Charlton hefur nú spilað níu leiki í röð án þess að vinna og eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Charlton í gær og spilaði fyrstu 74 mínúturnar í leiknum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Jóhann Berg og félagar ćtla ađ endurgreiđa stuđningsmönnum
Fara efst