Játningar nefndarmanns Silja Aðalsteinsdóttir skrifar 20. janúar 2016 07:00 Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég játa: Ég sat einu sinni í úthlutunarnefnd starfslauna rithöfunda. Þar sat ég við annan óbreyttan nefndarmann undir forustu vammlausrar fræðikonu. Ekkert okkar var starfandi rithöfundur en öll höfðum við skrifað eitt og annað. Fjölmargar umsóknir bárust, við skiptum þeim á milli okkar og lásum þær vandlega heima, hittumst svo á löngum fundum og bárum saman skoðanir okkar. Oft vorum við ósammála en þá réð meirihlutinn niðurstöðu. Þetta var skemmtilegt verk að vinna, mér fannst gaman að lesa misjafnlega nákvæmar lýsingar á verkum í vinnslu, gaman að sjá hvað margir umsækjendur voru frjóir og gátu gefið góð og fjölbreytt rök fyrir umsókn sinni. Þetta var mikil vinna og ekki launað fyrir heimavinnuna en eitthvað fengum við fyrir fundasetuna. Ég leit svo á að þetta væri samfélagsleg skylda mín og ætlaðist ekki til launa á lögfræðingataxta fyrir vikið. Gamanið fór af þegar úthlutunin var gerð opinber. Að venju varð uppi fótur og fit. Vinnan sem við höfðum innt af hendi af ýtrustu samviskusemi var nú dregin sundur og saman í háði í blöðum auk þess sem fólk hringdi og skrifaði ekki mjög elskuleg bréf. Ég er svo mikill aumingi að ég gafst upp við þetta og neitaði að sitja þau tvö ár í viðbót í nefndinni sem ég hafði skuldbundið mig til. Þó veit ég vel hvað þetta starf er mikilvægt. Hvað það er mikilvægt að hafa samfellu í launagreiðslum til starfandi rithöfunda og hvað það er mikilvægt að fylgjast nákvæmlega með sprotunum og hlúa að þeim. Þó að nefndarmönnum skjátlist stundum þá er einmitt skipt reglulega um þá svo að nýjar skoðanir komist að. Ég er líka komin á þá skoðun núna að maður eigi ekki að taka nöldrið alvarlega – hlusta á það, vissulega, en ekki taka það of nærri sér. Átta sig á því að þessar raddir eru fáar hlutfallslega. Langflestir Íslendingar eru stoltir af rithöfundunum sínum, sigrum þeirra innanlands sem utan og vilja að þeir geti lifað á list sinni. Frjósemi í listrænu starfi á landinu er með ólíkindum og það er meðal annars að þakka þessari peningalús sem við verjum til þess á hverju ári. Þetta eru heilræði mín til þess fólks sem nú situr undir þrálátum ásökunum um að hafa farið illa með það fé sem því var falið að úthluta til rithöfunda landsins. Enginn getur unnið slíkt verk svo að öllum líki. Nöldrið gengur yfir en eitthvað af þeim listaverkum sem verða sköpuð á framfæri starfslauna á eftir að lifa miklu lengur og veita lesendum yndi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun