Játar að hafa banað Sæunni 1. nóvember 2004 00:01 Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunnar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu, og móður tveggja barna þeirra, að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát hennar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn og að afbrýðisemi hafa átt upptökin. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára gömul og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs gamlan son. Páll Einarsson, faðir Sæunnar, baðst unda því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau en þau fóru í Hamraborgina eftir að tengdasonur þeirra hringdi í þau og bað þau afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt um að gæta barna þeirra. Magnús varð eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg.Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Magnús Einarsson sem varð eiginkonu sinni, Sæunni Pálsdóttur, að bana í íbúð þeirra í Hamraborg í fyrrinótt hafði samband við lögreglu, prest og tengdaforeldra sína eftir að hafa banað henni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir málið vera fjölskylduharmleik og að lát Sæunnar virðist ekki hafa verið óviljaverk heldur ásetningur. Magnús, sem er 29 ára, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær, úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember. Jón Ármann Guðjónsson, verjandi hans, segir meiri líkur en minni vera á að hann muni una gæsluvarðhaldsúrskurðinum en hann ákvað að taka sér frest til að ákveða hvort hann muni áfrýja. Lögreglan kom á heimili Sæunnar og Magnúsar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Áverkar voru á líkinu sem bentu til þess að átök hefðu orðið og þau leitt hana til dauða. Magnús var handtekinn á staðnum. Lögregla segir Magnús hafa verið allsgáðan nóttina örlagaríku. Við yfirheyrslur um nóttina játaði Magnús að hafa orðið eiginkonu, og móður tveggja barna þeirra, að bana. Í tilkynningu frá lögreglunni í Kópavogi segir að svo virðist sem þrengt hafi verið að öndunarvegi Sæunnar og það leitt til köfnunar. Læknisfræðilegar niðurstöður um lát hennar liggja ekki fyrir og því ekki hægt að fullyrða um dánarorsök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins notaði Magnús meðal annars band við verknaðinn og að afbrýðisemi hafa átt upptökin. Sæunn Pálsdóttir var 25 ára gömul og lætur hún eftir sig fjögurra ára dóttur og eins árs gamlan son. Páll Einarsson, faðir Sæunnar, baðst unda því að tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en segir fjölskyldumeðlimi alla harmi slegna. Börn Sæunnar eru í umsjá foreldra hennar en þau en þau fóru í Hamraborgina eftir að tengdasonur þeirra hringdi í þau og bað þau afsökunar á voðaverkinu og bað þau jafnframt um að gæta barna þeirra. Magnús varð eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg.Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Sjá meira