Erlent

Jarðskjálfti í sænsku Dölunum

Atli Ísleifsson skrifar
Vel fannst fyrir skjálftanum í Mora í sænsku Dölunum.
Vel fannst fyrir skjálftanum í Mora í sænsku Dölunum. Mynd/Wikipedia
Jarðskjálfti upp á 4 stig mældist í Dölunum í Svíþjóð upp úr klukkan 13 í dag. Í frétt sænska ríkisútvarpsins segir að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum í bæjunum Borlänge, Falun, Mora og Orsa. Þá hafa einnig borist fréttir að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum í Sundsvall, Åre og Ockelbo.

Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Uppsalaháskóla voru upptök skjálftans um 40 kílómetrum suður af bænum Sveg og 70 kílómetrum norður af Mora.

„Þetta er mjög óvenjulegt í Svíþjóð,“ segir Reynir Böðvarsson, jarðvísindamaður við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, í samtali við Sundsvalls Tidning. Segir hann að jarðskjálftar af þessari stærðargráðu eigi sér sér stað á um tíu ára fresti að jafnaði í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×