Handbolti

Janus Daði stígur sigurdans | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði er frábær leikmaður og fimur dansari.
Janus Daði er frábær leikmaður og fimur dansari. vísir/anton
Það var glatt á hjalla í búningsklefa Hauka eftir að þeir tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu í gær.

Haukar lentu 2-1 undir í einvíginu eftir tap í tvíframlengdum leik, 41-42, á laugardaginn. Þeim tókst hins vegar að snúa taflinu sér í vil, unnu fjórða leikinn á mánudaginn og kláruðu svo dæmið í oddaleik í gær.

Sjá einnig: Haukar langbestir á þessari öld

Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk í leiknum í gær en hann átti frábært tímabil í ár.

Þessi 21 árs gamli Selfyssingur hefur orðið Íslandsmeistari á báðum tímabilum sínum með Haukum en hann kom til liðsins frá Århus í Danmörku 2014.

Janus var að vonum hinn kátasti eftir leikinn í gær og sýndi skemmtileg dansspor í Haukaklefanum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Jón Þorbjörn: Þetta er ógeðslega gaman

"Þetta er bara svo ógeðslega gaman og mér finnst við svo eiga þetta skilið,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld.

Matthías: Nú er ég hættur og skórnir komnir á hilluna

"Það fór rosalega orka í þennan leik en þegar maður er kominn í oddaleik þá er maður bara á adrenalíninu í 60 mínútur,“segir Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld.

Gunnar: Besta leikhlé sem ég hef tekið

"Þetta var frábær úrslitakeppni og frábær vetur hjá okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir að liðið hafi tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×