Erlent

Jammeh neitar enn að láta af embætti forseta Gambíu

atli ísleifsson skrifar
Yahya Jammeh hefur setið á valdastóli í Gambíu allt frá valdaráninu í landinu árið 1994.
Yahya Jammeh hefur setið á valdastóli í Gambíu allt frá valdaráninu í landinu árið 1994. Vísir/AFP
Yahya Jammeh, forseti Afríkuríkisins Gambíu, neitar enn að láta af embætti eftir að hafa tapað forsetakosningnunum í desember.

Nýr forseti átti að taka við embætti í gær en þá lýsti Jammeh yfir neyðarástandi í landinu og fékk þingið til að samþykkja að hann gæti setið þrjá mánuði til viðbótar á meðan það sé í gildi.

BBC segir frá því að Adama Barrow, sem bar sigur úr býtum í kosningunum, sitji því á hliðarlínunni og getur lítið að gert.

Hersveitir annarra Afríkuríkja sem hliðholl eru Barrow, hinum nýkjörna forseta, eru sagðar í startholunum með að ráðast inn í landið og taka völdin.

Þannig bíða senegalskar hersveitir átekta á landamærum ríkjanna, en möguleg hernaðaríhlutun nýtur einnig stuðnings ríkja á borð við Nígeríu.

Jammeh hefur setið á valdastóli í Gambíu allt frá valdaráninu í landinu árið 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×