Viðskipti innlent

Ívar Kristjánsson til ATMO

Mynd/úr tilkynningu
Ívar Kristjánsson, einn stofnenda CCP hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ATMO frá 1. júní næstkomandi.

Haukur Magnússon, annar stofnandi ATMO, lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og verður yfirmaður vöru- og viðskiptaþróunar fyrirtækisins.

ATMO sérhæfir sig í að styðja við starfsemi og ímynd fyrirtækja, meðal annars með því að hanna sérsniðnar tónlistarlausnir og skjástýringar. ATMO hefur boðið upp á þessa þjónustu hér á landi undir nafni Gogoyoko í rúm tvö ár. Nafnbreytingin er nýtilkomin og var ný vefsíða tekin í notkun við það tilefni.

Ívar Kristjánsson hefur gegnt ýmsum lykilstöðum innan CCP hf. frá stofnun þess 1997. Hann var framkvæmdastjóri á árunum 2002-2004 en starfaði lengst af eftir það sem fjármálastjóri fyrirtækisins.



Nú síðast gegndi Ívar stöðu framkvæmdastjóra þjónustusviðs. Ívar lætur af störfum hjá CCP þann 30. maí. Ívar nam Viðskiptafræði við Háskóla Íslands og lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006.

„Þessi markaður er miklum vexti. Það er því gríðarlega spennandi að koma inn í fyrirtækið á þessum tímapunkti. Við hyggjumst sækja fram á erlenda markaði því sóknartækifærin eru fjölmörg fyrir þær lausnir sem við bjóðum upp á.“ segir Ívar Kristjánsson, nýráðinn framkvæmdastjóri ATMO í tilkynningu frá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×