Innlent

ÍTR mótmælir aðildarviðræðum við ESB á þjóðhátíðardeginum

Fjallkonan og aðildarviðræður við ESB fara illa saman að mati ÍTR.
Fjallkonan og aðildarviðræður við ESB fara illa saman að mati ÍTR.

Allir fulltrúar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, nema Oddný Sturludóttir, samþykktu bókun á fundi ráðsins í dag þar sem því var mótmælt að aðildarviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins yrðu hafnar 17. júní næstkomandi.

Í bókuninni segir meðal annars: „Hér er um viðkvæmt deilumál að ræða og minna má á að meirihluti þjóðarinnar hefur lýst sig andvígan aðild að sambandinu."

Ráðið skipuleggur hátíðarhöld á 17. júní og telur að aðildarviðræðurnar geti varpað skugga á þennan hátíðardag.

Þá vekur athygli að Samfylkingarmaðurinn, Stefán Jóhann Stefánsson, sem á sæti í ráðinu, lagði fram bókunina en Oddný er í sama flokki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×