Íþróttahetjur leiða saman hesta sína í Total Football 22. desember 2011 11:30 Þeir Arnar Gunnlaugsson, Magnús Agnar Magnússon, Arnór Guðjohnsen og Bjarki Gunnlaugsson hafa komið sér vel fyrir í hjarta bæjarins og opnað umboðsskrifstofuna Total Football. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/stefán „Það er allavega vitað mál að það verður fjör á næstu árshátíð,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, sem hefur stofnað umboðsskrifstofuna Total Football ásamt fótboltahetjunum Arnóri Guðjohnsen og Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum. Total Football er umboðsskrifstofa fyrir íslenska fótboltamenn hérlendis sem erlendis, en félagarnir leiddu saman hesta sína fyrr í haust. „Við Arnór höfum verið umboðsmenn í dágóðan tíma og svo höfðu Arnar og Bjarki samband og vildu að við sameinuðum krafta okkar. Eftir viðræður í smá tíma ákváðum við að kýla á þetta og búa til alvöru íslenska umboðsskrifstofu fyrir fótboltamenn. Það er betra að vera saman en allir í sitthvoru lagi,“ segir Magnús Agnar, eða Aggi eins og hann gjarnan er kallaður. Total Football er með um 40 fótboltamenn á sínum snærum, gamlar kempur í bland við unga og efnilega. Sem dæmi má nefna Theodór Elmar Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Bjarna Viðarsson, Hallgrím Jónasson og síðast en ekki síst Eið Smára Guðjohnsen. Aggi segir að þeir leggi mikið upp úr góðum samskiptum við strákana og geta allir miðlað reynslu sinni af íþróttaheiminum. Sjálfur hefur Aggi starfað sem umboðsmaður í þónokkur ár og hinir hafa allir reynslu af atvinnumennsku. „Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta strákana og þetta snýst um svo miklu meira en að hjálpa þeim að skipta um klúbba. Maður veitir þeim ráðgjöf í ýmsum málum, fylgir þeim eftir út í heim og grípur inn í ef hlutirnir eru ekki að ganga upp.“ Félagarnir eru búnir að koma sér vel fyrir á skrifstofu í hjarta bæjarins þar sem bikarasafnið er komið á sinn stað og það er á viðræðustigi að kaupa inn billjardborð. „Við erum allavega komnir með ljósaskilti og Arnór, Arnar og Bjarki eru búnir að drösla öllu bikarasafninu sínu hingað og allt að verða heimilislegt. Það er góður mórall í vinnunni og gott að vinna saman,“ segir Aggi, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann sá til þess að fótboltamaðurinn ungi Eggert Gunnþór Jónsson gekk til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wolves. „Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson ætlar svo að leigja hjá okkur herbergi á nýju ári og við verðum því með okkar eigin hirðljósmyndara. Það getur komið sér vel í framtíðinni.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
„Það er allavega vitað mál að það verður fjör á næstu árshátíð,“ segir Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður, sem hefur stofnað umboðsskrifstofuna Total Football ásamt fótboltahetjunum Arnóri Guðjohnsen og Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum. Total Football er umboðsskrifstofa fyrir íslenska fótboltamenn hérlendis sem erlendis, en félagarnir leiddu saman hesta sína fyrr í haust. „Við Arnór höfum verið umboðsmenn í dágóðan tíma og svo höfðu Arnar og Bjarki samband og vildu að við sameinuðum krafta okkar. Eftir viðræður í smá tíma ákváðum við að kýla á þetta og búa til alvöru íslenska umboðsskrifstofu fyrir fótboltamenn. Það er betra að vera saman en allir í sitthvoru lagi,“ segir Magnús Agnar, eða Aggi eins og hann gjarnan er kallaður. Total Football er með um 40 fótboltamenn á sínum snærum, gamlar kempur í bland við unga og efnilega. Sem dæmi má nefna Theodór Elmar Bjarnason, Alfreð Finnbogason, Bjarna Viðarsson, Hallgrím Jónasson og síðast en ekki síst Eið Smára Guðjohnsen. Aggi segir að þeir leggi mikið upp úr góðum samskiptum við strákana og geta allir miðlað reynslu sinni af íþróttaheiminum. Sjálfur hefur Aggi starfað sem umboðsmaður í þónokkur ár og hinir hafa allir reynslu af atvinnumennsku. „Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta strákana og þetta snýst um svo miklu meira en að hjálpa þeim að skipta um klúbba. Maður veitir þeim ráðgjöf í ýmsum málum, fylgir þeim eftir út í heim og grípur inn í ef hlutirnir eru ekki að ganga upp.“ Félagarnir eru búnir að koma sér vel fyrir á skrifstofu í hjarta bæjarins þar sem bikarasafnið er komið á sinn stað og það er á viðræðustigi að kaupa inn billjardborð. „Við erum allavega komnir með ljósaskilti og Arnór, Arnar og Bjarki eru búnir að drösla öllu bikarasafninu sínu hingað og allt að verða heimilislegt. Það er góður mórall í vinnunni og gott að vinna saman,“ segir Aggi, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann sá til þess að fótboltamaðurinn ungi Eggert Gunnþór Jónsson gekk til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wolves. „Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson ætlar svo að leigja hjá okkur herbergi á nýju ári og við verðum því með okkar eigin hirðljósmyndara. Það getur komið sér vel í framtíðinni.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira