Erlent

Ísrael samþykkir nýja byggð á Vesturbakkanum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá Amona.
Frá Amona. Vísir/AFP
Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt uppbyggingu nýrra mannvirkja á Emek Shilo svæðinu á Vesturbakkanum. Um er að ræða fyrstu nýju byggingarnar á landtökubyggðinni í meira en tvo áratugi.

Hin nýja byggð mun koma til með að hýsa ísraelskar fjölskyldur sem voru reknar frá heimilum sínum í Amona, en þar hefur fjöldi heimila verið rifinn eftir að hæstiréttur Ísrael úrskurðaði að byggðin hafi verið á ólöglegum stað. Benjamin Netanyahu, forseti Ísrael, hafði heitið því að finna framtíðarheimili fyrir íbúana sem voru reknir frá Amona. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Yfirvöld í Palestínu hafa fordæmt hina fyrirhuguðu uppbyggingu, en landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum hafa lengi verið þrætuepli milli þjóðanna tveggja.

Hannan Ashrawi, leiðtogi Palestínsku frelsissamtakanna (PLO), segir tilkynninguna enn á ný sanna að yfirvöld í Ísrael vilji frekar friða íbúa á landtökusvæðum en að viðhalda friði og stöðugleika á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×