Innlent

Íslenskur piltur fannst látinn í Suður-Afríku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Höfðaborg. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök mannsins.
Frá Höfðaborg. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök mannsins. vísir/getty
Nítján ára íslenskur piltur fannst látinn á Table-fjalli í Cape Town í Suður-Afríku í gær. Þetta hefur Vísir eftir heimildum en suður-afrískir fjölmiðlar greindu frá líkfundinum í gær.

Mannsins hafði verið saknað frá því um hádegisbil á laugardag en fannst svo tæpum sólarhring síðar, eða um klukkan átta í gærmorgun, að staðartíma. Ekki hefur verið greint frá dánarorsök mannsins. Fram kemur í suður-afrískum fjölmiðlum að mikill vindur hafi verið á fjallinu um helgina.

Table-fjall við Höfðaborg.Wikimedia Commons
Table-fjall er eitt af kennileitum Höfðaborgar, höfuðborgar Suður-Afríku. Fjallið er einn fjölfarnasti ferðamannastaður borgarinnar en fólk var nýlega varað við ferðum á fjallið vegna ítrekaðra ránstilrauna eftir að átta slík tilfelli komu upp í síðasta mánuði. Var því talin ástæða til þess að halda úti sérstöku eftirliti á fjallinu.

Dauðsföll af slysförum eru ekki óalgeng á Table-fjalli, en á árunum 2001 til 2011 létust alls 79 manns á fjallinu.

Ekki fást upplýsingar um málið hjá utanríkisráðuneytinu að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×