Fótbolti

Íslensku fótboltastrákarnir enda árið á milli Ítalíu og Hollands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman á EM síðasta sumar og strákarnir eru enn tólfta besta landslið Evrópu.
Það var gaman á EM síðasta sumar og strákarnir eru enn tólfta besta landslið Evrópu. Vísir/EPA
Íslenska fótboltalandsliðið endar árið 2016 í 21. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum.

Íslenska liðið heldur sæti sínu á listanum og er því áfram tólfta besta knattspyrnulandslið Evrópu samkvæmt FIFA-listanum.

Íslenska liðið hefur verið í 21. sæti listans á undanförnum þremur listum eða síðan að liðið komst upp í 21. sæti á Októberlistanum.

Ísland er áfram fyrir ofan Holland á listanum en næsta Evrópuþjóð fyrir ofan Ísland er Ítalía.

Þær Evrópuþjóðir sem eru betri en Íslands samkvæmt matskerfi FIFA eru Þýskaland, Belgía, Frakkland, Portúgal, Spánn, Sviss, Wales, England, Króatía, Pólland og Ítalía.

Næstu landslið frá Evrópu sem eru í næstu sætum á eftir Íslandi eru Holland, Írland, Tyrkland, Slóvakía og Ungverjaland.

Íslenska knattspyrnulandsliðið náði þar með að hækka sig um fimmtán sæti á milli desemberlista FIFA en liðið var 36. sæti listans fyrir einu ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×