Sport

Íslenskt silfur í slaktaumatölti

Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Silfurverðlaunahafarnir Reynir og Greifi.
Silfurverðlaunahafarnir Reynir og Greifi. mynd/jón björnsson
Úrslitadagurinn á heimsmeistaramótinu í Herning er runninn upp. Einni grein er nú lokið en það var keppni í slaktaumatölti þar sem Ísland fékk silfur.

Vignir Jónasson á Ivani frá Hammarby vann nokkuð örugglega í slaktaumatöltinu en Vignir keppir fyrir hönd Svíþjóðar. Reynir Örn Pálmason varð í öðru sæti en hann reið Greifa frá Holtsmúla. Þeir félagar voru aðeins 0,01 hærri en Johanna Tryggvason á Fönix frá Syðra-Holti en þau keppa fyrir hönd Þýskalands. Reynir og Greifi keppa einnig í úrslitunum í fimmgangi á eftir.

Næstu úrslit eru í tölti og hefjast þau innan skamms. Þar eiga Íslendingar fulltrúa í Sigurbirni Bárðarsyni á Jarli frá Mið-Fossum og Kristínu Lárusdóttur á Þokka frá Efstu-Grund.

Vignir og Ivan frá Hammarbymynd/hrafnhildur helga guðmundsdóttir
Sigurbjörn Bárðarson og Jarlmynd/jón björnsson
Kristín og Þokki frá Efstu-GrundMynd/Jón Björnsson

Tengdar fréttir

Jóhanna missti naumlega af gullinu

Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.

Íslendingar gera það gott

Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×