Innlent

Íslenskir reiðhjólagafflar seldir í yfir 30 löndum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslenskir reiðhjólagafflar, sem komu á markað árið 2013, eru nú til sölu í yfir þrjátíu löndum. Hópur erlendra hjólablaðamanna var hér á landi um helgina í þeim tilgangi að prófa gafflana sem eru þeir léttustu í heiminum.

Frumkvöðlafyrirtækið Lauf Forks var stofnað árið 2011 vinum sem ákváðu að láta drauminn rætast og sameina þannig áhugamál sín og þekkingu. Fyrirtækið hannar, framleiðir og selur léttasta reiðhjólademparagaffal í heimi, en hann er innan við kíló að þyngd.

Fyrirtækið hefur undanfarið unnið að þróun nýs gaffals sem var formlega kynntur fyrir erlendum hjólreiðablaðamönnum um helgina ásamt nýrri útgáfu demparagaffalsins.  

Guðberg Björnsson, einn stofnenda Lauf Forks, segir að hjólin hafi farið að snúast af alvöru hjá fyrirtækinu síðustu mánuði og að nú séu stór hjólafyrirtæki farin að banka upp á. Þá séu gafflarnir til sölu í yfir þrjátíu löndum. Fyrr í mánuðinum fékk fyrirtækið hundrað milljón króna hlutafjáraukningu en fjármagninu er meðal annars ætlað að standa straum af aukinni markaðssókn og vöruþróun. Guðberg segir að verið sé að semja við hin ýmsu erlendu hjólafyrirtæki um notkun og framleiðslu á þessum íslenska reiðhjólagaffli. 



Tengdar fréttir

Gafflar Lauf Forks í verslanir í Ameríku

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Lauf Forks hefur samið um dreifingu á hjólagöfflum til Norður- og Mið-Ameríku. Framkvæmdastjórinn segir samninginn vera stórt skref og mikinn gæðastimpil.

Lauf forks í sókn

Nýsköpunarfyrirtækið Lauf forks hf. lauk í síðastliðinni viku hlutafjáraukningu að andvirði ríflega hundrað milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×