Viðskipti innlent

Íslenskir matvælaframleiðendur ætla sér stóra hluti í London

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eirný Sigurðardóttir, Dorrit Moussaieff og Hlédís Sveinsdóttir í góðum gír í gærkvöldi.
Eirný Sigurðardóttir, Dorrit Moussaieff og Hlédís Sveinsdóttir í góðum gír í gærkvöldi.
Dorrit Moussaieff var á meðal gesta í heljarinnar matarveislu sem haldin var í íslenska sendiráðinu í London í gærkvöldi. Tilefnið var koma fjórtán íslenskra matvælaframleiðenda sem ætla að selja vörur sínar á Borough market undir yfirskriftinni "The Icelandic Pantry".

Það eru þær Hlédís Sveinsdóttir og Eirný Sigurðardóttir sem standa að baki ferðinni. Með í för eru 14 framleiðendur með fjölbreyttar vörur. Markaðurinn stendur yfir frá 7.-10. október.

Susan Low ritstjóri Delicious magazine, Zoe Roberts og Guy Diamond.
Margt var um manninn í sendiráðinu og óhætt er að segja að veitingarnar hafi vakið mikla lukku.

Það voru þær Fanney Dóra Sigurjónsdóttir og Áslaug Snorradóttir sem töfruðu fram hlaðborð úr hráefnum framleiðenda með ævintýralegu yfirbragði.

Mátti þar finna hægeldað hvannarlamb, salat úr heitreyktum makríl og skyri á hrökkva með róðrófugló, harðfisk með bláberjasmjöri, síldartarta á þurrkuðu rúgbrauði með spírum, bjúgur með sjálfsýrðu mjólkursýrðu hvítkáli, súkkulaði sleikjó með söl og rabarabrakaramellumulning og söl og svo mætti lengi telja.

The Icelandic pantry verkefnið er tvíþætt.

„Í fyrsta lagi viljum við kynnast hinum fornfræga og mikilmetna Borough market. Fá innsýn í markaðslíf í Bretlandi og fá hugljómun,“ segir Hlédís.

„En ekki síður viljum við gefa okkar framleiðendum tækifæri á að kynna sig og sínar vörur og hver veit nema við komum af stað viðksiptasamböndum og trausti til lengri tíma.“

Myndasyrpu frá veislunni í gærkvöldi má sjá að neðan.

David Hamilton og Krista Booker - The Gentleman Traveller og Arnheiður Hjörleifsdottir
Leirpottur unnin af Leir 7 í Stykkishólmi úr leir frá Ytri -Fagradal með lambakjötspottrétt.
Omnom súkkulaði sleikjó með söl.
Shagufta Ahmed og Amina Malik Implausible blog
Susan Low, ristjóri Delicious magazine, Zoe Roberts og Guy Diamond.
Tash Alter og Lauren Gamp frá Health Kitchen
William Hartston- The Express





Fleiri fréttir

Sjá meira


×