Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 12:52 Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. vísir/gva Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka. Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka.
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira