Innlent

Íslendingum falið að stemma stigu við ofveiði Evrópusambandsins

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mikil þekking á fiskveiðistjórnun er til staðar á Íslandi.
Mikil þekking á fiskveiðistjórnun er til staðar á Íslandi.
Matís, Háskóli Íslands og Hafrannsóknarstofnun munu leiða fjölþjóða rannsóknarverkefni á fiskveiðum evrópulanda og hafa fengið um milljarð í fjárveitingu til verkefnisins.

Verkefnið ber nafnið MareFrame og samkvæmt rannsóknaráætlun Evrópu mun verkefnið hljóta styrk til fjögurra ára. Hlutur Íslands í verkefninu nemur um 275 milljónum íslenskra króna sem skiptast á milli Matís, Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar. Styrkurinn er meðal stærstu verkefnastyrkja sem veittir eru í Evrópu á þessu sviði.

Fréttastofa ræddi við doktor Önnu Kristínu Daníelsdóttur, sviðsstjóra hjá Matís um verkefnið:

„Þetta er verkefni sem heitirr Mareframe og við ætlum að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi ásamt því að finna leiðir fyrir innleiðingu þess í Evrópu,“ segir Anna.

Hvers vegna er talin þörf á þessu verkefni?

„Þrír af hverjum fjórum fiskistofnun Evrópusambandsins eru ofveiddir í dag og því er mikilvægt að finna leiðir til þess að stemma stigu við því,“ segir Anna Kristín Daníelsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×