Menning

Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Engin verðlaun fóru til Noregs, Svíþjóðar eða Íslands.
Engin verðlaun fóru til Noregs, Svíþjóðar eða Íslands. Mynd/Stefán Karlsson
Íslendingar riðu ekki feitum hesti frá verðlaunahátíð Norðurlandaráðs sem fram fór í kvöld í Ósló. Danir unnu þrenn af fimm verðlaunum sem veitt voru.

Kvikmyndaverðlaunin fékk danska myndin Raiders í leikstjórn Thomas Vinterberg, sem einnig skrifaði handritið ásamt Tobias Lindholm.

Þá sigraði Selina Juul umhverfisverðlaunin fyrir fjöldahreyfinguna „Hættu að sóa mat.“

Síðast en ekki síst fóru hin virtu bókmenntaverðlaun til höfundarins Kim Leine fyrir skáldsögu sína Spámenn í Eilífðarfirði.

Engin verðlaun fóru til Noregs, Svíþjóðar eða Íslands, en finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto fékk tónlistarverðlaunin og hin nýju barna- og unglinga bókmenntaverðlaun fengu Finnarnir Seita Vuorela og Jani Ikonen frá Finnlandi fyrir bókina Karikko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×