Íslendingar reykja meira gras en áður 29. nóvember 2012 08:00 Mynd/AFP Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira