Íslendingar reykja meira gras en áður 29. nóvember 2012 08:00 Mynd/AFP Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira