Innlent

Íslendingar níunda trúlausasta þjóð í heimi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslendingar eru ekki sérlega trúuð þjóð.
Íslendingar eru ekki sérlega trúuð þjóð. MYND/GETTY
Íslendingar eru níunda trúlausasta þjóð í heimi. Þetta kemur fram í könnun WIN – Gallup International um trúaðar og trúlausar þjóðir á árunum 2005-2012. Í könnuninni kemur fram að 57% Íslendinga séu trúaðir, 31% ekki trúaðir og 10% trúleysingjar.

Kína trónir á toppi listans yfir trúlausustu þjóðirnar en íbúar Gana eru trúaðasta þjóð heims. Ísland nær eitt Norðurlandanna inn á listann yfir trúlausustu þjóðirnar.

Könnunin var gerð í 57 löndum og sýnir hlutfall þeirra íbúa sem segjast sjálfir vera trúaðir, eða ekki trúaðir, óháð því hvort þeir sæki bænahús.

Niðurstöður könnunarinnar sýndu fram á að fátækir líklegri til að trúa heldur en þeir sem eru efnaðir. Fólk úr neðri stéttum samfélaga eru 17% trúaðri en fólk í efri tekjuhópum.

Á heimsvísu hefur tala trúaðra lækkað um 9% frá árinu 2005. Þá hefur fjöldi fólks sem skilgreinir sem sem trúleysingja hækkað um 3%. Trúuðum hefur fækkað um 21% í Frakklandi og Sviss, 22% á Írlandi og 23% í Víetnam.

Trúlausustu þjóðir heims

Kína

Japan

Tékkaland

Frakkland

Suður-Kórea

Þýskaland

Holland

Austurríki

Ísland

Ástralía



Trúuðustu þjóðir heims

Ghana

Nígería

Armenía

Fiji

Makedonía

Rúmenía

Írak

Kenía

Perú

Brasilía



Hér er hægt að skoða könnunina í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×