Íslendingar eiga sjálfir að ráða hraða ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 12:47 Þorsteinn Pálsson spyr hvers vegna ríkisstjórnin lét ekki ESB "um það óhæfuverk“ að slíta viðræðum, ef sambandið þrýsti á niðurstöðu, eins og forsætisráðherra gefi í skyn. vísir/gva Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira