Fótbolti

Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson

Tómas þór Þórðarson skrifar
Fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett og félagi hans Michael Davies sem saman mynda Men in Blazers fóru hamförum í umfjöllun sinni um sigur Íslands gegn Englandi á EM 2016 í gærkvöldi.

Þessir hressu sparkspekingar sem halda úti einu vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims hafa verið með netþáttinn Euro 2000 & Copa á Vice í allt sumar þar sem þeir fara yfir allt sem gerist á Evrópumótinu og Copa America.

Bennett er mikill Íslandsvinur en hann kom til Íslands til að gera stutta heimildamynd um uppgang íslenska landsliðsins. Vísir ræddi við Bennett þegar hann var staddur á Íslandi en það viðtal má sjá hér.

Bennett er Englendingur og var því auðvitað svekktur yfir úrslitunum en hann gat ekki annað en hrifist af spilamennsku íslenska liðsins sem hann er búinn að fjalla svo mikið um.

Enska liðið fékk á baukinn hjá þeim félögunum en þeir rifu hausinn tvisvar sinnum á Roy Hodgson og einu sinni af Joe Hart sem fékk á sig eilítið klaufalegt mark gegn Íslandi í gær.

Í spilaranum hér að ofan má sjá þáttinn þar sem Men in Blazers fara yfir leikinn en hér að neðan má sjá heimildaþáttinn sem Bennett gerði um íslenska landsliðið.


Tengdar fréttir

Þrefaldur Evrópudeildarmeistari tekur við PSG

Franska stórliðið Paris Saint-Germain er búið að finna eftirmann Laurent Blanc. Sá heitir Unai Emery, 44 ára Spánverji sem hefur stýrt Sevilla undanfarin ár.

Ragnar í úrvalsliði 16-liða úrslitanna

Ragnar Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á EM í Frakklandi og þá sérstaklega eftir leikinn gegn Englandi í gær.

Eiginkona Rooney brjáluð út í The Sun

Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, var langt frá því að vera sátt með forsíðu breska dagblaðsins The Sun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×