Sport

Íslandsmet sett í 4x100 skriðsundi í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í dag
Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í dag Vísir/Getty
Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi kom í dag en tveir riðlar voru í greininni.

Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti Íslandsmet á tímanum 3:48,17 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir.

Í seinni riðlunum var Íslandsmetið svo bætt þegar A sveit SH synti tímanum 3:42,86. Sveitina skipuðu þau Aron Örn Stefánsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Ingibjörg K. Jónsdóttir.

B sveit ÍRB synti á tímanum 4:21,25 sem skráist sem pilta/stúlkna met en sveitina skipuðu þau Eiríkur Ingi Ólafsson, Karen Mist Arngeirsdóttir, Bjarndís Sól Helenudóttir og Ingi Þór Ólafsson.

 

100m skriðsund kvenna verður fyrsta grein í úrslitum. Bryndís Rún Hansen, Ingibjörg K. Jónsdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir náðu þremur bestu tímunum inn í úrslitin og eru mjög jafnar fyrir úrslitin.

 

í 100m baksundi kvenna syndir Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi og reynir að bæta Íslandsmet sitt í greininni í dag sem upphaflega var sett í Danmörku fyrir ári síðan. Eygló jafnaði met sitt í gær þegar hún tók fyrsta sprett í boðsundi er hún kom í mark á tímanum 1:01,08.

Í karlaflokki verður barátta milli Kristins Þórarinssonar og Davíð Hildibergs Aðalsteinssonar en sá síðarnefndi hefur æft og keppt í Bandaríkjunum síðustu ár. Það verður fróðlegt að sjá þessa menn keppast en Kristinn hefur haft töluverða yfirburði í baksundi undanfarin ár.

 

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 50m bringusundi þar sem hún freistast til að bæta eigið Íslandsmet í 50m bringusundi sem er 31,37 frá því í fyrra.

Í sömu grein syndir Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB en hún bætti telpnametið í morgun, 35,50 en fyrra metið setti hún á föstudaginn.

 

Í 400m fjórsundi kvenna syndir Jóhanna Gerða Gústafsdóttir en hún stefnir að því að bæta Íslandsmetið sitt í dag. Metið er 4:53,70 en hún synti nokkuð rólega í undanrásunum og var ekkert að keyra sig út.

 

í 50m flugsundi syndir Bryndís Rún Hansen en hún synti í undanrásum á 27,49, aðeins 0.17 sekúndum frá Íslandsmeti Söruh Blake Bateman frá því á ÍM50 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×