Íslandslíkan verður á við tvo fótboltavelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2015 11:45 Ketill Már Björnsson við fyrstu prufu líkansins, sem er eftirmynd hluta Akrafjalls. Fréttablaðið/Vilhelm Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Ef áætlanir Ketils Más Björnssonar ganga eftir verður byggt risavaxið þrívíddarlíkan af Íslandi sem þekja mun gólfflöt á við tvo fótboltavelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra sínum að hefja viðræður um staðsetningu þrívíddarlíkansins þar í bænum og hvernig leggja megi verkefninu lið. „Líkanið er úr frauðefni og er fræst út í tölvustýrðum fræsara eftir gögnum frá Landmælingum Íslands. Síðan er prentuð ljósmynd ofan á með þrívíddarprentara; litmynd af Íslandi í sumarlitunum prentuð ofan á landslagið,“ útskýrir Ketill sem átti hugmyndina að gerð og uppsetningu líkansins. Áformað er að því verði komið fyrir í um 15 þúsund fermetra húsi í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Íslandslíkanið á bæði að vera fræðandi og hafa afþreyingargildi. Aðgangseyrir verður miðaður við 15 evrur eða 2.300 krónur. Byggja á allt að 15 þúsund fermetra hús yfir líkanið. „Hægt verður að ganga um allt landið. Það verða svona fimmtán skref að labba inn Hvalfjörðinn,“ nefnir Ketill sem dæmi. „Þegar fólk kemur inn fær það leiðsögn í eyrað. Það getur valið sér tungumál og áhugasvið eftir því hvort það vill fræðast um sögu, jarðfræði, landafræði, dýralíf, gróðurfar eða annað. Það verða litlar flögur undir líkaninu sem nema hvar fólk er.“ Að sögn Ketils verður Íslandslíkanið það langstærsta sinnar tegundar í heiminum. Stærsta sambærilega líkanið hingað til sé eftirmynd af fylkinu British Columbia í Kanada sem sett hafi verið yfir 25 metra sundlaug. Það sé í skalanum 1:100.000, sem er 25 sinnum minna en Íslandslíkanið, sem verður í skalanum 1:4.000. Þannig að hver metri í líkaninu jafngildi fjórum kílómetrum í raunveruleikanum. Líkanið verður 130 sinnum 92 metrar sem jafngildir tveimur fótboltavöllum. Ketill segir að hann eigi upphaflegu hugmyndina en síðan hafi hann átt samstarf meðal annars við Landmælingar, Batteríið Arkitekta, PricewaterhouseCoopers, Nýsköpunarmiðstöðina og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Promens og landsliðsmann í handbolta. Samningar við Iceland Travel Fund um fjármögnun séu á lokastigi. Stofnkostnaður sé um 2,5 milljarðar króna. „Það er sjóður í eigu lífeyrissjóða og Icelandair. Þeir eru að fjárfesta í öllum þessum stóru ferðaþjónustutengdu verkefnum,“ segir hann. Sem fyrr segir eru bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ jákvæð gagnvart uppsetningu Íslandslíkansins í bænum. „Með tilkomu aukins ferðamannastraums til Íslands hafa ferðaþjónustuaðilar kallað eftir fleiri valkostum í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir í erindi PricewaterhouseCoopers til Mosfellsbæjar. „Áformað er að stærstur hluti framleiðslu líkansins fari fram á Íslandi en framkvæmdatími er áformaður um tvö og hálft ár. Sennilegur fjöldi ársstarfa við verkefnið, tímabundin og framtíðarstörf, er um fjörutíu,“ segir PwC. Unnið hafi verið að fjármögnun undanfarna mánuði.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent