Innlent

Íslandsbanki selur hlut sinn

Íslandsbanki eignaðist hlutinn með sameiningu við Byr síðla árs 2011
Íslandsbanki eignaðist hlutinn með sameiningu við Byr síðla árs 2011 vísir/vilhelm
Búið er að undirrita kauptilboð á 27,5 prósenta hlut Íslandsbanka í Íslenskum verðbréfum. Kaupendur eru MP banki, Lífeyrissjóður verslunarmanna og félag í eigu Garðars K. Vilhjálmssonar. Kaupverðið er sagt vera trúnaðarmál.

Íslensk verðbréf eru sjálfstætt starfandi eignastýringarfyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 1987. Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri og þar starfa um 20 manns.

Íslandsbanki eignaðist hlutinn með sameiningu við Byr síðla árs 2011 og varð þar með stærsti hluthafinn í félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×