FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Íslandsbanki kominn í ríkiseigu

 
Viđskipti innlent
07:00 30. JANÚAR 2016
Íslandsbanki er kominn í ríkiseigu ađ sögn framkvćmdastjóra Glitnis.
Íslandsbanki er kominn í ríkiseigu ađ sögn framkvćmdastjóra Glitnis. FRÉTTABLAĐIĐ/VILHELM

Glitnir hefur afhent ríkinu allt stöðugleikaframlag slitabúsins. Þetta segir Ingólfur Hauksson, framkvæmdastjóri Glitnis. Frá því hafi verið gengið í vikunni.

Það þýðir að Íslandsbanki er að fullu kominn í ríkiseigu. Stjórnvöld meta 95 prósenta eignarhlutinn í Íslandsbanka sem Glitnir afhenti á 185 milljarða króna og stöðugleikaframlag Glitnis í heild 229 milljarða króna. Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins tekur Seðlabankinn við eignarhlutum sem slitabúin greiða ríkinu. Á Alþingi liggur fyrir lagafrumvarp þar sem kveðið er á um að sérstakt eignaumsýslufélag verði stofnað um stöðugleikaframlögin í umsjón Seðlabankans.

Ingólfur segir að meðal eigna sem hafi verið afhentar séu eignarhlutir í ýmsum íslenskum fyrirtækjum. Þar á meðal hlutir í Sjóvá, Reitum og lítill hlutur í Eimskip. Glitnir átti 13,67 prósenta eignarhlut í Sjóvá í gegnum félagið SAT eignarhaldsfélag hf. sem er tæplega 2,5 milljarða króna virði. Auk þess átti Glitnir 6,26 prósenta eignarhlut í Reitum sem metinn er á 3,8 milljarða króna.

Þá eru lán Glitnis til Reykjanesbæjar meðal þeirra eigna sem afhentar hafa verið ríkinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vildi ekki upplýsa um hver aðkoma ríkisins að viðræðum Reykjanesbæjar við kröfuhafa yrði í kjölfar þess. Ríkið hefur verið óbeinn aðili að viðræðunum þar sem Landsbankinn er einn kröfuhafa. Þá skuldar Reykjanesbær Íslandsbanka einnig talsverða fjármuni.

Á hluthafafundi í Glitnis í gær voru Norðmaðurinn Tom Grøndahl, Daninn Steen Parsholt og Bretinn Mike Wheeler kjörnir í stjórn eignaumsýslufélagsins. Þeir voru þeir einu sem voru í framboði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Íslandsbanki kominn í ríkiseigu
Fara efst