Ísland til sölu Herbert Herbertsson skrifar 26. september 2011 19:00 Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar