Ísland til sölu Herbert Herbertsson skrifar 26. september 2011 19:00 Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun