Ísland og Noregur í fimmta og sjötta sæti Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Evrópukort: Blár litur: Hæsta einkunn, 7,5-8 - Dökkgrænn:7-7,5 - Ljósgrænn:6,5-7 - Gulur 4,8-6,5 - Grátt þýðir að upplýsingar hafi skort. Mynd/EuroGeoGraphics Ísland og Noregur deila fimmta og sjötta sæti yfir þau Evrópulönd þar sem íbúarnir eru hvað ánægðastir með lífið. Þetta kemur fram í samantekt sem Eurostat, evrópska hagstofan, birti í gær upp úr könnun sem framkvæmd var í velflestum löndum Evrópu árið 2013.Greiningin er byggð á þremur þáttum þar sem fólk metur ánægju sína með tilveruna á skalanum 0 til 10. Efstu fjórum sætunum með einkunnina átta deila Danmörk, Finnland, Sviss og Svíþjóð. Á Íslandi og í Noregi var einkunnin 7,9. Spurningalistar voru lagðir fyrir fólk þar sem það var beðið að meta ánægju sína með lífið í heild, jákvæðar og neikvæðar tilfinningar til tilverunnar og að síðustu lífsfyllingu sína, eða hvort því þætti tilveran hafa tilgang. „Á skalanum 0 til 10 gáfu nærri 80 prósent Evrópubúa lífi sínu í heild einkunn yfir 6 á árinu 2013,“ segir í umfjöllun Eurostat. „Sem endurspeglar meðalánægju upp á 7,1“. Lægsta einkunnin var í Búlgaríu, 4,8, en þar fyrir ofan komu í næstu sætum Portúgal, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur, öll með einkunnina 6,2. „Konur og karlar stóðu nærri því jafnt í ánægju sinni og yngri borgarar Evrópusambandsins voru ánægðari en aðrir aldurshópar. Atvinnulausir og óvirkir voru að jafnaði óánægðastir með lífið (5,8) miðað við fólk í fullu starfi (7,4) eða fólk í námi eða starfsþjálfun (7,8), sem gaf lífi sínu hæstu einkunnina.“ Eurostat segir að sá þáttur sem helst hafi orðið til þess að draga úr lífsánægju fólks hafi verið bág heilsa. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ísland og Noregur deila fimmta og sjötta sæti yfir þau Evrópulönd þar sem íbúarnir eru hvað ánægðastir með lífið. Þetta kemur fram í samantekt sem Eurostat, evrópska hagstofan, birti í gær upp úr könnun sem framkvæmd var í velflestum löndum Evrópu árið 2013.Greiningin er byggð á þremur þáttum þar sem fólk metur ánægju sína með tilveruna á skalanum 0 til 10. Efstu fjórum sætunum með einkunnina átta deila Danmörk, Finnland, Sviss og Svíþjóð. Á Íslandi og í Noregi var einkunnin 7,9. Spurningalistar voru lagðir fyrir fólk þar sem það var beðið að meta ánægju sína með lífið í heild, jákvæðar og neikvæðar tilfinningar til tilverunnar og að síðustu lífsfyllingu sína, eða hvort því þætti tilveran hafa tilgang. „Á skalanum 0 til 10 gáfu nærri 80 prósent Evrópubúa lífi sínu í heild einkunn yfir 6 á árinu 2013,“ segir í umfjöllun Eurostat. „Sem endurspeglar meðalánægju upp á 7,1“. Lægsta einkunnin var í Búlgaríu, 4,8, en þar fyrir ofan komu í næstu sætum Portúgal, Ungverjaland, Grikkland og Kýpur, öll með einkunnina 6,2. „Konur og karlar stóðu nærri því jafnt í ánægju sinni og yngri borgarar Evrópusambandsins voru ánægðari en aðrir aldurshópar. Atvinnulausir og óvirkir voru að jafnaði óánægðastir með lífið (5,8) miðað við fólk í fullu starfi (7,4) eða fólk í námi eða starfsþjálfun (7,8), sem gaf lífi sínu hæstu einkunnina.“ Eurostat segir að sá þáttur sem helst hafi orðið til þess að draga úr lífsánægju fólks hafi verið bág heilsa.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira