Ísland mótmælir ekki meðalgöngu Evrópusambandsins 14. apríl 2012 06:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu. Íslensk stjórnvöld setja sig ekki upp á móti því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái leyfi til meðalgöngu í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd segir hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að mótmæla þessari innkomu ESB. Frestur íslenskra stjórnvalda til að gera athugasemd við kröfu framkvæmdastjórnarinnar rann út í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að lagt sé í hendur EFTA-dómstólsins hvort meðalganga framkvæmdastjórnarinnar verði leyfð. Þar segir einnig að leið meðalgöngu, sem felur í sér beinni aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að málinu umfram hina hefðbundnari leið að leggja fram skriflega greinargerð, gæfi Íslandi aukna kosti í málsvörn sinni. „Stjórnvöld munu eiga þess kost að svara sérstaklega afstöðu sem fram kemur við meðalgöngu en þess er ekki kostur þegar hún kemur eingöngu fram í skriflegri greinargerð.“ Það væri því einróma niðurstaða aðalmálflytjanda og málflytjendateymis Íslands „að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki hafi verið upplýst um kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu þegar hún kom fram í lok síðasta mánaðar. Meðal annars hafi utanríkismálanefnd ekki frétt af málinu fyrr en sagt var frá því í fjölmiðlum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að sama hafi gilt um sig. Össur sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að hann hafi gert ráð fyrir að þingmenn hefðu fylgst með málinu og hefði því getað verið kunnugt um kröfu framkvæmdastjórnarinnar. „Hugsanlega hefði ég átt að gera [utanríkismálanefnd] viðvart svo að tryggt væri að þeir fengju af þessu vitneskju.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir í samtali við Fréttablaðið að ráðherra hafi brugðist í málinu. „Ég held að það sé öllum ljóst að ráðherra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. Mér fannst hann viðurkenna það í fjölmiðlum. Við vonum bara að gerð verði bragarbót á því.“ „Ég held að við þurfum að mótmæla þessu kröftuglega og ég sé enga ástæðu til að halda áfram aðildarviðræðum við ESB á meðan þessi staða er uppi.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu. Íslensk stjórnvöld setja sig ekki upp á móti því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái leyfi til meðalgöngu í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd segir hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að mótmæla þessari innkomu ESB. Frestur íslenskra stjórnvalda til að gera athugasemd við kröfu framkvæmdastjórnarinnar rann út í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að lagt sé í hendur EFTA-dómstólsins hvort meðalganga framkvæmdastjórnarinnar verði leyfð. Þar segir einnig að leið meðalgöngu, sem felur í sér beinni aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að málinu umfram hina hefðbundnari leið að leggja fram skriflega greinargerð, gæfi Íslandi aukna kosti í málsvörn sinni. „Stjórnvöld munu eiga þess kost að svara sérstaklega afstöðu sem fram kemur við meðalgöngu en þess er ekki kostur þegar hún kemur eingöngu fram í skriflegri greinargerð.“ Það væri því einróma niðurstaða aðalmálflytjanda og málflytjendateymis Íslands „að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki hafi verið upplýst um kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu þegar hún kom fram í lok síðasta mánaðar. Meðal annars hafi utanríkismálanefnd ekki frétt af málinu fyrr en sagt var frá því í fjölmiðlum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að sama hafi gilt um sig. Össur sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að hann hafi gert ráð fyrir að þingmenn hefðu fylgst með málinu og hefði því getað verið kunnugt um kröfu framkvæmdastjórnarinnar. „Hugsanlega hefði ég átt að gera [utanríkismálanefnd] viðvart svo að tryggt væri að þeir fengju af þessu vitneskju.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir í samtali við Fréttablaðið að ráðherra hafi brugðist í málinu. „Ég held að það sé öllum ljóst að ráðherra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. Mér fannst hann viðurkenna það í fjölmiðlum. Við vonum bara að gerð verði bragarbót á því.“ „Ég held að við þurfum að mótmæla þessu kröftuglega og ég sé enga ástæðu til að halda áfram aðildarviðræðum við ESB á meðan þessi staða er uppi.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent