Ísland mótmælir ekki meðalgöngu Evrópusambandsins 14. apríl 2012 06:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu. Íslensk stjórnvöld setja sig ekki upp á móti því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái leyfi til meðalgöngu í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd segir hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að mótmæla þessari innkomu ESB. Frestur íslenskra stjórnvalda til að gera athugasemd við kröfu framkvæmdastjórnarinnar rann út í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að lagt sé í hendur EFTA-dómstólsins hvort meðalganga framkvæmdastjórnarinnar verði leyfð. Þar segir einnig að leið meðalgöngu, sem felur í sér beinni aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að málinu umfram hina hefðbundnari leið að leggja fram skriflega greinargerð, gæfi Íslandi aukna kosti í málsvörn sinni. „Stjórnvöld munu eiga þess kost að svara sérstaklega afstöðu sem fram kemur við meðalgöngu en þess er ekki kostur þegar hún kemur eingöngu fram í skriflegri greinargerð.“ Það væri því einróma niðurstaða aðalmálflytjanda og málflytjendateymis Íslands „að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki hafi verið upplýst um kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu þegar hún kom fram í lok síðasta mánaðar. Meðal annars hafi utanríkismálanefnd ekki frétt af málinu fyrr en sagt var frá því í fjölmiðlum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að sama hafi gilt um sig. Össur sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að hann hafi gert ráð fyrir að þingmenn hefðu fylgst með málinu og hefði því getað verið kunnugt um kröfu framkvæmdastjórnarinnar. „Hugsanlega hefði ég átt að gera [utanríkismálanefnd] viðvart svo að tryggt væri að þeir fengju af þessu vitneskju.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir í samtali við Fréttablaðið að ráðherra hafi brugðist í málinu. „Ég held að það sé öllum ljóst að ráðherra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. Mér fannst hann viðurkenna það í fjölmiðlum. Við vonum bara að gerð verði bragarbót á því.“ „Ég held að við þurfum að mótmæla þessu kröftuglega og ég sé enga ástæðu til að halda áfram aðildarviðræðum við ESB á meðan þessi staða er uppi.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld telja best að leggjast ekki gegn meðalgöngu framkvæmdastjórnar ESB í Icesave-málinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins mótmælir og segir ástæðulaust að halda áfram aðildarviðræðum að óbreyttu. Íslensk stjórnvöld setja sig ekki upp á móti því að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fái leyfi til meðalgöngu í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd segir hins vegar að íslensk stjórnvöld hafi átt að mótmæla þessari innkomu ESB. Frestur íslenskra stjórnvalda til að gera athugasemd við kröfu framkvæmdastjórnarinnar rann út í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að lagt sé í hendur EFTA-dómstólsins hvort meðalganga framkvæmdastjórnarinnar verði leyfð. Þar segir einnig að leið meðalgöngu, sem felur í sér beinni aðkomu framkvæmdastjórnarinnar að málinu umfram hina hefðbundnari leið að leggja fram skriflega greinargerð, gæfi Íslandi aukna kosti í málsvörn sinni. „Stjórnvöld munu eiga þess kost að svara sérstaklega afstöðu sem fram kemur við meðalgöngu en þess er ekki kostur þegar hún kemur eingöngu fram í skriflegri greinargerð.“ Það væri því einróma niðurstaða aðalmálflytjanda og málflytjendateymis Íslands „að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu“. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að ekki hafi verið upplýst um kröfu framkvæmdastjórnarinnar um meðalgöngu þegar hún kom fram í lok síðasta mánaðar. Meðal annars hafi utanríkismálanefnd ekki frétt af málinu fyrr en sagt var frá því í fjölmiðlum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í viðtali á RÚV í gær að sama hafi gilt um sig. Össur sagði í viðtali við fjölmiðla í gær að hann hafi gert ráð fyrir að þingmenn hefðu fylgst með málinu og hefði því getað verið kunnugt um kröfu framkvæmdastjórnarinnar. „Hugsanlega hefði ég átt að gera [utanríkismálanefnd] viðvart svo að tryggt væri að þeir fengju af þessu vitneskju.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, segir í samtali við Fréttablaðið að ráðherra hafi brugðist í málinu. „Ég held að það sé öllum ljóst að ráðherra brást upplýsingar- og samráðsskyldu sinni gagnvart nefndinni. Mér fannst hann viðurkenna það í fjölmiðlum. Við vonum bara að gerð verði bragarbót á því.“ „Ég held að við þurfum að mótmæla þessu kröftuglega og ég sé enga ástæðu til að halda áfram aðildarviðræðum við ESB á meðan þessi staða er uppi.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent