Bíó og sjónvarp

Ísland í dag: Sjáðu hvernig tæknibrellurnar í Everest urðu til

Íslenska tæknibrellufyrirtækið RVX er nú orðað við óskarverðlaunatilnefningu fyrir vinnu sína við stórmynd Baltasars Kormáks, Everest. Tölvutæknin sem RVX gerði fyrir myndina gegnir stóru hlutverki þótt áhorfendur hafi ekki alltaf tekið eftir því.

Daði Einarsson, eigandi RVX, segir að það sé einmitt hlutverk þeirra sem vinna við tæknibrellur. Þegar enginn taki eftir þeirra vinnu hafi vel tekist til

Ísland
 í dag heimsótti RVX skömmu áður en Everest var frumsýnd og fékk að sjá hversu stórt hlutverk tæknibrellur RVX leika í Everest gegn því loforði að innslagið yrði ekki birt fyrr en Universal kvikmyndaverið gæfi leyfi.

Ástæðan er ótti við að það dragi úr upplifun kvikmyndahúsagesta að vita hversu stór hluti myndarinnar er gerður í tölvu. Leyfið frá Universal er nú loks komið og þú getur skyggnst bak við tjöldin á Everest með því að smella í spilarann hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×