Lífið

Ísland í dag: Ragga búin í magabandsaðgerðinni

Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og blaðamaður
Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og blaðamaður Vísir/Arnþór
Blaðamaðurinn og hjúkrunarfræðingurinn Ragnheiður Eiríksdóttir vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún sagðist í Íslandi í dag ætla í svokallaða magabandsaðgerð og leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu.

Magabandsaðgerð felst í því að sílíkonhring er komið fyrir utan um efsta hluta magans til að draga úr matarlyst og er orðin ein vinsælasta efnaskiptaaðgerðin í dag. Ragga vonast til að missa um 20-30 kíló með aðstoð magabandsins.

Aðgerðin var gerð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á laugardag. Ísland í dag fylgdist með og mun sýna innslagið í þættinum í kvöld.

„Ég er bara alveg slök,” sagði Ragga fyrir aðgerð.

„Ég borðaði pizzu í gærkvöldi og hélt mér myndi líða eitthvað undarlega að vera að borða síðustu alvöru máltíðina í mánuð, en nei,“ bætti hún við en eftir magabandsaðgerð verða sjúklingar að vera á fljótandi fæði í hálfan mánuð og maukuðu fæði í hálfan mánuð eftir það.

Ísland í dag er í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld og hefst kl. 18.55.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×