Lífið

Ísland í dag: Menntaskólastelpur kallaðar druslur og kynlífstaxar

Andri Ólafsson skrifar
Álfheiður Marta Kjartansdóttir var í viðtali síðustu helgi í Fréttablaðinu, um drusluskömmun sem hún varð fyrir í menntaskóla. Slúðurpési skólans tók hana fyrir. Í Íslandi í dag var rætt við fleiri stúlkur sem hafa lent í svipuðu, og líka dreng sem var í ritstjórn um þetta leyti.

Viðmælendum ber saman um að stemmingin í menntaskólum sé á þá leið að allir reyni að fela eigið óöryggi. Fáir þori að segja nokkuð – af ótta við að vera stimplaðir leiðinlegir eða húmorslausir. Einnig er rætt við stúlkur sem tóku þátt í siguratriði Skrekks í ár, fyrir hönd Hagaskóla. Atriðið fjallaði meðal annars um orðanotkun, og hvernig stelpum leyfðist ekki það sama og strákum.

Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur tekið á málunum í seinni tíð og nú má ekki skrifa um fólk án þeirra samþykkis. Sömuleiðis stóð Menntaskólinn á Egilsstöðum fyrir málþingi á dögunum um drusluskömmun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×