Viðskipti innlent

Ísland eftirlætis Evrópuland lesenda The Guardian

Bjarki Ármannsson skrifar
Íslandsstofa hlaut sambærileg verðlaun frá The Guardian árið 2012.
Íslandsstofa hlaut sambærileg verðlaun frá The Guardian árið 2012. Vísir/Vilhelm
Ísland var valinn eftirlætis evrópski áfangastaður lesendaverðlauna breska blaðsins The Guardian um helgina. Ingvar Örn Ingvarsson, fulltrúi Íslandsstofu, tók við verðlaununum á hátíð The Guardian og Observer í Marokkó um helgina.

Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum flokkum á grunni lesendakönnunar dagblaðsins. Ísland lenti í efsta sæti kjörsins að þessu sinni, Malta var í öðru sæti og Tékkland í því þriðja. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×