Viðskipti innlent

Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu

Ísland býr við mestu verðbólguna af öllum ríkjum í Evrópu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Verðbólgan á Íslandi í nóvember mældist 5,1%. Til samanburðar var verðbólgan að meðaltali 3,4% meðal ríkja Evrópusambandsins og 3% að meðaltali á evrusvæðinu í nóvember.

Sviss býr við verðhjöðnun upp á 0,8% en minnsta verðbólgan að öðru leyti er í Svíþjóð eða 1,1% og Noregi eða 1,2%.

Mesta verðbólgan, fyrir utan Ísland, er í Bretlandi og Slovakíu þar sem hún mælist 4,8% í báðum þessum ríkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×