Erlent

ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Pakistan

Atli ísleifsson skrifar
Rúmlega hundrað manns, aðallega nemendur við skólann, særðust í árásinni.
Rúmlega hundrað manns, aðallega nemendur við skólann, særðust í árásinni. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á lögregluskóla í Quetta í Pakistan í gær. 59 manns týndu lífi í árásinni.

Þrír menn, klæddir sprengjuvestum og með Kalishnikov-riffla, réðust inn í Balochistan-skólann og tóku fjölda manns í gíslingu.

Umsátursástand ríkti í margar klukkustundir og fórust sprengjumennirnir á meðan á aðgerðum lögreglu stóð.

Rúmlega hundrað manns, aðallega nemendur við skólann, særðust í árásinni.

BBC greinir frá því að tveir árásarmannanna hafi farist þegar þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp, en einn var drepinn eftir skotbardaga við lögreglu.

Balochistan-lögregluskólinn er um þrettán kílómetrum frá borginni Quetta. Um sex hundruð manns stunda nám við skólann.


Tengdar fréttir

Minnst 20 látnir eftir árás á lögregluskóla í Pakistan

Að því er talið fimm vopnaðir uppreisnarmenn réðust inn í skólabyggingu lögregluskóla í borginni Quetta í Pakistan í kvöld og hófu þar skothríð. Það tók pakistanska herinn nokkrar klukkustundir að ná yfirráðum yfir byggingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×