Fótbolti

Isis bannar búninga Man. Utd og Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessir búningar eru orðnir ólöglegir í Írak.
Þessir búningar eru orðnir ólöglegir í Írak. vísir/getty
Íslamska ríkið, Isis, er búið að setja ný lög sem koma illa við stuðningsmenn heimsþekktra knattspyrnuliða.

Það er nefnilega orðið bannað að klæðast búningum sem koma frá Nike og Adidas. Stuðningsmenn liða sem búa í Al-Furat héraðinu í Írak þurfa því að fara varlega.

Refsingin við broti á þessari reglu er 80 svipuhögg.

Þetta þýðir að ekki er hægt að klæðast treyju Man. Utd, Real Madrid, Barcelona, Man. City, Chelsea og fleiri félaga í héraðinu. Stuðningsmenn Liverpool sleppa þó enda spilar félagið í treyjum frá New Balance.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×