Viðskipti innlent

Isavia stýrir flugumferð á Grænlandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Flugumferðarstjórar við störf á Reykjavíkurflugvelli.
Flugumferðarstjórar við störf á Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Isavia
Isava hefur tekið við flugumferðarstjórn á flugvellinum Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði), á vesturströnd Grænlands. Kangerlussuaq er eini flugvöllurinn á Grænlandi með reglubundið flug á þotum til Danmerkur og jafnframt eini flugvöllurinn sem er með flugumferðarstjórn.

„Isavia og forverar fyrirtækisins hafa frá árinu 1946 stýrt flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, sem nær yfir meiri hluta Grænlands frá 20.000 feta hæð og upp úr, og því átt í mjög góðu samstarfi við bæði Grænland og Danmörku á sviði flugleiðsögu,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugleiðsögsviðs Isavia.

„Það er ánægjulegt að samstarfið hafi verið útvíkkað með þessum hætti og sýnir styrk Isavia og flugleiðsöguþjónustu félagsins á heimsvísu.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×