Körfubolti

Isaiah Austin boðið starf hjá NBA-deildinni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Adam Silver, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar hefur boðið Isaiah Austin starf hjá deildinni þegar hann lýkur háskóla í Bandaríkjunum.

Austin var hluti af nýliðavalinu í deildinni í ár en þurfti að leggja skóna á hilluna nokkrum dögum áður vegna sjaldgæfs hjartagalla. Töldu flestir körfuboltaspekingar erlendis að hann hefði verið valinn í fyrstu umferð.

Austin fékk að vita við læknisskoðun nokkrum dögum fyrir nýliðavalið í sumar að hann væri með Marfan heilkenni, sjaldgæfan hjartagalla sem gerði það að verkum að hann myndi hætta lífi sínu með því að halda áfram að leika körfubolta.

Í ljósi þess að hann þyrfti að hætta vegna veikindanna ákvað NBA-deildin á kvöldi nýliðavalsins að heiðra hann með því að velja hann og veita honum tækifæri á að upplifa stundina sem hann hafði dreymt um. Myndband af því má sjá hér fyrir neðan.

Nú hefur honum hinsvegar verið boðin staða hjá NBA-deildinni þegar hann lýkur háskólanámi sínu við Baylor háskólann í Bandaríkjunum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×