Almenningur á Írlandi hefur samþykkt fjármálasáttmála ESB. Yfir 60% þeirra sem greiddu atkvæði studdu sáttmálann, sem á að að koma á stöðuleika á evrusvæðinu.
Í dag fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Írlandi um sáttmálann. Önnur ríki innan ESB hafa samþykkt sáttmálann, nema Bretland og Tékkland. Írland var eina ríkið sem lét fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Ef almenningur á Írlandi hefði hafnað sáttmálanum hefði hann ekki tekið gildi á öllu evrópusvæðinu. Þá hefðu Írar aftur á móti heldur ekki fengið aðgang að fjármálaaðstoð frá ESB þegar samningar þess renna út árið 2013.
Írar samþykktu fjármálasáttmála ESB

Tengdar fréttir

Írar kjósa um fjármálasáttmála ESB
Talið er að Írar muni samþykkja fjármálasáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Markmið sáttmálans er að koma á stöðuleika á evrusvæðinu.