Erlent

Íranar boða herskipavernd til Gaza

Óli Tynes skrifar
Hraðbátar Byltingarvarða. Þeir eiga einnig mun stærri skip.
Hraðbátar Byltingarvarða. Þeir eiga einnig mun stærri skip.

Aðstoðarmaður æðsta trúarleiðtoga Írans segir að Byltingarverðir landsins séu reiðubúnir að veita skipum hervernd sem reyna að rjúfa hafnbann Ísraels á Gaza ströndinni.

Ljóst er að Ísrael myndi bregðast við slíkum afskiptum af mikilli hörku.

Írönsku Byltingarverðirnir hafa sinn eigin her er óháður hefðbundnum herafla landsins. Þeir lúta fyrst og fremst stjórn Alis Khamaneis erkiklerks.

 

Og það var persónulegur fulltrúi hans gagnvart Byltingarvörðunum sem sagði að þeir væru reiðubúnir að veita hervernd til Gaza.

Flotadeild Byltingarvarðanna samanstendur mest af litlum hraðskreiðum bátum sem hafa verið keyptir frá Rússlandi, Kína og Norður Kóreu. Sumir þeirra eru vopnaðir eldflaugum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×