Viðskipti innlent

Internetið fór á hausinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Internetið var til húsa í Hátúni
Internetið var til húsa í Hátúni Mynd/Google Maps
Fyrirtækið Internetið ehf fór á hausinn í október í fyrra og lauk skiptum úr þrotabúi um miðjan júlí. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Þar segir að engar eignir hafi fundist í þrotabúi fyrirtækisins „og því var skiptum í því lokið 15. júlí 2014 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.“

Þar kemur einnig fram að lýstar kröfur í búið hafi verið rúmar 16 milljónir króna.

Á vef Ríkisskattsstjóra kemur fram að félagið hafi verið úrskurðað gjaldþrota 2. október 2013.

Vefur fyrirtækisins er ennþá uppi en þar kemur fram að fyrirtækið Allra Átta ehf hafi tekið við sem nýr þjónustuaðili viðskiptavina Internetsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×