Erlent

Internetfíkn er vaxandi vandamál

Internetfíkn er nú vaxandi vandamál um allan heim. Sérfræðingar telja að á milli 5 og 10 prósent Bandaríkjamanna þjáist af internetfíkn og að hlutfallið sé enn hærra hjá öðrum þjóðum.

Með Internetfíkn er átt við þegar fólk notar svo mikið af tíma sínum til að vera á netinu að slíkt bitnar á fjölskyldulífi þeirra, vinum og atvinnu.

Kimberley Young forstjóri stofnunnar fyrir netfíkla í Bandaríkjunum segir að vandamálið sé stærra í mörgum öðrum löndum. Nefnir hún sé dæmi að á milli 18 og 30 prósent íbúa í löndum á borð við Kína, Kóreu og Taiwan gætu þjást af internetfíkn þar sem tölvunotkun einstaklinga þar sé mun meiri en í Bandaríkjunum.

Helstu tegundir Internetfíknar eru óhófleg notkun á klámi, ástarsambönd á netinu, veðmál á netinu og jafnvel er til hlutur eins og fíkn í uppboð á eBay vefnum.

Þeir sem þjást af Internetfíkn í Bandaríkjunum geta nú sótt sérstakar meðferðarstöðvar gegn vandamálinu. Þar er boðið upp á 30 til 90 daga meðferðir ásamt stuðningi að meðferð lokinni.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×