Innlent

Inga Lind gefur kost á sér til stjórnlagaþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir býður sig fram til setu á stjórnlagaþingi sem fram fer á næsta ári.

„Ég býð mig fram af því að ég er bjartsýn á að þessi lýðræðislega tilraun eigi eftir að verða okkur til gagns og heilla. Það er von mín að fólk muni sameinast í góðum og skynsamlegum samræðum um stjórnarskrána og mæti til leiks með það að markmiði að bæta hana og laga en umbylta henni ekki. Sameining um stjórnarskrána styrkir vonina um að íslenska þjóðin nái því jafnvægi sem hún leitar að núna", segir Inga Lind.

Inga Lind er fjölmiðlamaður og háskólanemi. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ 1996 og síðar námi í hagnýtri íslensku í Háskóla Íslands. Um þessar mundir stundar hún nám í listfræði við Háskóla Íslands. Að loknu stúdentsprófi starfaði hún sem blaðamaður og hefur starfað við fjölmiðla allar götur síðan eða í tæp 15 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×