Erlent

Indland býður ríkum búsetuleyfi gegn fjárfestingum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Til að fá búsetuleyfi á Indlandi þarf að fjárfesta fyrir allt að 600 milljónir króna.
Til að fá búsetuleyfi á Indlandi þarf að fjárfesta fyrir allt að 600 milljónir króna. Fréttablaðið/GVA
Stjórnvöld á Indlandi munu bjóða erlendum ríkisborgurum sem hafa komið með verulegt efnahagslegt framlag til landsins fasta búsetu. BBC greinir frá því að þetta sé hluti af áætlun ríkisstjórnarinnar til að auka erlenda fjárfestingu.

Til að fá búsetuna þarf að fjárfesta 1,1 milljón punda, jafnvirði 170 milljóna króna, á Indlandi á átján mánaða tímabili og 3,74 milljónum dollara, jafnvirði tæplega 600 milljóna króna, á þremur árum. Einnig þarf að skapa störf fyrir tuttugu Indverja á árlega. 

Í staðinn fæst tíu ára vegabréfsáritun, föst búseta fyrir maka og börn og möguleiki á að kaupa húsnæði.

Samkvæmt heimildum BBC munu Kínverjar og fólk frá Pakistan ekki fá aðgang að þessu tilboði. Á Indlandi ríkir nú mesti hagvöxtur í heimi, hins vegar þarf að fjölga störfum um tíu milljónir árlega vegna fólksfjölgunar til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×