Innlent

Íkveikja í Fellaskóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Útlit er fyrir að einhver hafi kveikt eld við kjallarahurð bakatil við skólann.
Útlit er fyrir að einhver hafi kveikt eld við kjallarahurð bakatil við skólann. Vísir/Stefán
Eldur kviknaði í Fellaskóla í Breiðholti á fimmta tímanum í dag. Í fyrstu var talið um að mikinn eld væri að ræða en svo reyndist ekki. Börn og kennarar voru í skólanum og voru fjórir slökkvibílar sendir á vettvang auk þriggja sjúkrabíla.

Þegar slökkvilið kom á vettvang var búið að rýma skólann.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins reyndist eldurinn minniháttar. Útlit er fyrir að einhver hafi kveikt eld við kjallarahurð bakatil við skólann. Eldurinn fór í hurðina og mikill reykur barst inn í kjallara hússins. Eldurinn barst þó ekki inn í húsið.

Minniháttar skemmdir urðu vegna eldsins en meira var um reykskemmdir. Slökkviliðsmenn eru nú á staðnum við reykræstingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×