LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 14:18

„Hćttulegt“ ađ ţvinga lífeyrissjóđina út

VIĐSKIPTI

Íhuga kynlaus klósett og klefa

 
Innlent
07:00 23. MARS 2016
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir VÍSIR/STEFÁN

Mannréttindaráð Reykjavíkur tók í gær fyrir tillögu af vefnum Betri Reykjavík um kynlausa búningsklefa og salerni, meðal annars í sundlaugum. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, stjórnarmaður í Samtökunum 78, er hlynnt tillögunni.

„Frá mínu sjónarhorni kemur það sér vel fyrir transfólk sem fellur ekki inn í tvíhyggju um karl og konu og annað fólk sem gæti verið af öðrum kynjum en þessum tveimur,“ segir Ugla. Þá segir hún kerfið líka koma sér vel fyrir fjölskyldur, fatlað fólk sem þarfnast aðstoðar og einstæða foreldra.

„Ég fór í sund í Frakklandi og þar voru algjörlega kynlausir klefar. Síðan fór maður í einstaklingsklefa og einstaklingssturtuklefa,“ segir Ugla og bætir því við að kerfið hafi verið þægilegt og að gott hafi verið að komast með vinum sínum í klefa, sama hvers kyns þeir væru.

Samtökin hafa ekki tekið formlega afstöðu en Ugla býst við því að hún verði jákvæð.

Tillögunni var vísað til umsagnar Samtakanna 78, ferlinefndar fatlaðs fólks og mannréttindaskrifstofu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Íhuga kynlaus klósett og klefa
Fara efst