Íhuga að gefa börnunum kók vegna vatnsskorts 15. ágúst 2010 19:25 Fjölskylda í Úlfarsfelli er orðin langþreytt á viðvarandi vatnsskorti og gruggugu vatni úr krönunum. Hún rekur vatnsskortinn til hrossa sem ganga á brunnvatni, en segir aðgang að hreinu vatni vera mannréttindi. Fjölskyldan býr í Akurholti í um kílómetra fjarlægð frá nýrri byggð í Úlfarsfellinu. Alls sækja fjögur hús í nágrenni fjölskyldunnar yfirborðsvatn í sama brunn og hún, en hefðbundnar vatnsæðar hafa ekki verið lagðar að húsunum. Þau segja brunninn varla hafa getað annað vatnsneyslu íbúanna um langt skeið, en ástandið hafi versnað til muna eftir að Reykjavíkurborg leigði út hagabeit á landinu fyrir neðan, þar sem hestamenn brynna til viðbótar hrossum úr brunninum og lindin tæmist.Börnin verða að fara saman í bað Nú glími þau við vatnsskort svo dögum skiptir, en úr krönunum hafi annaðhvort ekkert vatn komið eða gruggugt síðan á föstudag. Vinir og vandamenn hafa lagt þeim til hreint vatn til daglegra nota í tveggja lítra gosflöskum. Hanna Björk Kristinsdóttir og eiginmaður hennar eiga þrjú ung börn sem þurfa þegar verst lætur að fara öll í bað saman þar sem vatnið dugir ekki til annars.Vatn eða kók? „Það er í raun hrein skelfing að vakna hvern einasta dag og hafa áhyggjur af því hvort við höfum vatn eða ekki af því að búum í 113 Reykjavík," segir Hanna. Hún og eiginmaður hennar geti því ekki gefið börnunum ferskt vatn. „Þetta er orðið spurning hvort sé gáfulegra að gefa þeim kók með kvöldmatnum af því að það er undir gæðaeftirliti en vatnið ekki." Hanna gagnrýnir að íbúum séu ekki tryggt vatn og minnir á nýlega ályktun Sameinuðu þjóðanna um að aðgangur að hreinu vatni séu mannréttindi. Fjölskyldan hefur óskað eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tengja húsin við vatnsveitulagnir, en því hefur Orkuveitan hafnað þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag á svæðinu. Vilji húsin tengjast dreifikerfi fyrirtækisins verði þau að gera það á eigin kostnað. Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Fjölskylda í Úlfarsfelli er orðin langþreytt á viðvarandi vatnsskorti og gruggugu vatni úr krönunum. Hún rekur vatnsskortinn til hrossa sem ganga á brunnvatni, en segir aðgang að hreinu vatni vera mannréttindi. Fjölskyldan býr í Akurholti í um kílómetra fjarlægð frá nýrri byggð í Úlfarsfellinu. Alls sækja fjögur hús í nágrenni fjölskyldunnar yfirborðsvatn í sama brunn og hún, en hefðbundnar vatnsæðar hafa ekki verið lagðar að húsunum. Þau segja brunninn varla hafa getað annað vatnsneyslu íbúanna um langt skeið, en ástandið hafi versnað til muna eftir að Reykjavíkurborg leigði út hagabeit á landinu fyrir neðan, þar sem hestamenn brynna til viðbótar hrossum úr brunninum og lindin tæmist.Börnin verða að fara saman í bað Nú glími þau við vatnsskort svo dögum skiptir, en úr krönunum hafi annaðhvort ekkert vatn komið eða gruggugt síðan á föstudag. Vinir og vandamenn hafa lagt þeim til hreint vatn til daglegra nota í tveggja lítra gosflöskum. Hanna Björk Kristinsdóttir og eiginmaður hennar eiga þrjú ung börn sem þurfa þegar verst lætur að fara öll í bað saman þar sem vatnið dugir ekki til annars.Vatn eða kók? „Það er í raun hrein skelfing að vakna hvern einasta dag og hafa áhyggjur af því hvort við höfum vatn eða ekki af því að búum í 113 Reykjavík," segir Hanna. Hún og eiginmaður hennar geti því ekki gefið börnunum ferskt vatn. „Þetta er orðið spurning hvort sé gáfulegra að gefa þeim kók með kvöldmatnum af því að það er undir gæðaeftirliti en vatnið ekki." Hanna gagnrýnir að íbúum séu ekki tryggt vatn og minnir á nýlega ályktun Sameinuðu þjóðanna um að aðgangur að hreinu vatni séu mannréttindi. Fjölskyldan hefur óskað eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tengja húsin við vatnsveitulagnir, en því hefur Orkuveitan hafnað þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag á svæðinu. Vilji húsin tengjast dreifikerfi fyrirtækisins verði þau að gera það á eigin kostnað.
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira