Icesave-skuldin fer líklega ekki yfir 75 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2010 11:50 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á ráðstefnu KPMG í gær að Icesave-skuldin yrði líklega aldrei hærri en sem nemur 5% af landsframleiðslu. Það eru 75 milljarðar króna. Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. Tafir á lausn Icesave-málsins hafa stöðvað erlenda fjárfestingu hér á landi og tafið fyrir aðkomu ríkissjóðs að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku að stutt væri í að niðurstaða yrði kynnt í viðræðum við Breta og Hollendinga. Steingrímur sagðist vonast til þess að málið myndi skýrast mjög fljótt. Unnið væri að málinu upp á hvern dag. „Við erum alltaf að vonast til þess að nú fari menn að klára það sem út af stendur þannig að hægt verði að fara að kynna þá niðurstöðu," sagði Steingrímur, en engin niðurstaða hefur þó verið kynnt. Ekki náðist í Steingrím í morgun, en Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans sagði í samtali við fréttastofu að viðræður stæðu enn yfir. Greint hefur verið frá þeirri afstöðu Breta og Hollendinga að þeir leggi á það áherslu að samningarnir verði studdir af meirihluta Alþingis áður en þeir verði lagðir fyrir afgreiðslu þess. Huginn Freyr sagði að þetta væri að hluta til rétt, þar sem Bretar og Hollendingar hefðu lagt áherslu á breiða samstöðu um þann samning sem verði gerður. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á haustráðstefnu KPMG í gær að nýjustu upplýsingar bentu til þess að sú upphæð sem ríkissjóður þyrfti að greiða vegna Icesave-reikninganna yrði að öllum líkindum umtalsvert lægri en áður hefur verið talið. „Samkvæmt nýjustu vísbendingum þá bendir flest til þess að Icesave-skuldin verði hugsanlega vel innan við 5 prósent af landsframleiðslu," sagði Már. Verg landsframleiðsla var 1.500 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt tölfræði Hagstofunnar. Fimm prósent af því eru 75 milljarðar króna, en síðasta tilboð sem Bretar og Hollendingar gerðu hljóðaði upp á 110 milljarða króna eingreiðslu sem greiða ætti fyrir svokallað vaxtafrí samninganna fram til 1. janúar 2012. Eftir þann tíma ættu eignir Landsbankans að ganga upp í höfuðstól Icesave og vextir byrja að reiknast ofan á það sem eftir stæði. Þeir myndu verða 2,5 prósent til 3,5 prósent álag ofan á LIBOR-vexti og leggjast ofan á lánið á árunum 2012 til 2016 þegar lokauppgjör færi fram. Ef heildarkostnaðurinn verður 75 milljarðar króna er því ljóst að um umtalsvert betri niðurstöðu er að ræða en áður hefur verið talið. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. Tafir á lausn Icesave-málsins hafa stöðvað erlenda fjárfestingu hér á landi og tafið fyrir aðkomu ríkissjóðs að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku að stutt væri í að niðurstaða yrði kynnt í viðræðum við Breta og Hollendinga. Steingrímur sagðist vonast til þess að málið myndi skýrast mjög fljótt. Unnið væri að málinu upp á hvern dag. „Við erum alltaf að vonast til þess að nú fari menn að klára það sem út af stendur þannig að hægt verði að fara að kynna þá niðurstöðu," sagði Steingrímur, en engin niðurstaða hefur þó verið kynnt. Ekki náðist í Steingrím í morgun, en Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans sagði í samtali við fréttastofu að viðræður stæðu enn yfir. Greint hefur verið frá þeirri afstöðu Breta og Hollendinga að þeir leggi á það áherslu að samningarnir verði studdir af meirihluta Alþingis áður en þeir verði lagðir fyrir afgreiðslu þess. Huginn Freyr sagði að þetta væri að hluta til rétt, þar sem Bretar og Hollendingar hefðu lagt áherslu á breiða samstöðu um þann samning sem verði gerður. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á haustráðstefnu KPMG í gær að nýjustu upplýsingar bentu til þess að sú upphæð sem ríkissjóður þyrfti að greiða vegna Icesave-reikninganna yrði að öllum líkindum umtalsvert lægri en áður hefur verið talið. „Samkvæmt nýjustu vísbendingum þá bendir flest til þess að Icesave-skuldin verði hugsanlega vel innan við 5 prósent af landsframleiðslu," sagði Már. Verg landsframleiðsla var 1.500 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt tölfræði Hagstofunnar. Fimm prósent af því eru 75 milljarðar króna, en síðasta tilboð sem Bretar og Hollendingar gerðu hljóðaði upp á 110 milljarða króna eingreiðslu sem greiða ætti fyrir svokallað vaxtafrí samninganna fram til 1. janúar 2012. Eftir þann tíma ættu eignir Landsbankans að ganga upp í höfuðstól Icesave og vextir byrja að reiknast ofan á það sem eftir stæði. Þeir myndu verða 2,5 prósent til 3,5 prósent álag ofan á LIBOR-vexti og leggjast ofan á lánið á árunum 2012 til 2016 þegar lokauppgjör færi fram. Ef heildarkostnaðurinn verður 75 milljarðar króna er því ljóst að um umtalsvert betri niðurstöðu er að ræða en áður hefur verið talið.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira