Icesave-skuldin fer líklega ekki yfir 75 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. október 2010 11:50 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á ráðstefnu KPMG í gær að Icesave-skuldin yrði líklega aldrei hærri en sem nemur 5% af landsframleiðslu. Það eru 75 milljarðar króna. Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. Tafir á lausn Icesave-málsins hafa stöðvað erlenda fjárfestingu hér á landi og tafið fyrir aðkomu ríkissjóðs að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku að stutt væri í að niðurstaða yrði kynnt í viðræðum við Breta og Hollendinga. Steingrímur sagðist vonast til þess að málið myndi skýrast mjög fljótt. Unnið væri að málinu upp á hvern dag. „Við erum alltaf að vonast til þess að nú fari menn að klára það sem út af stendur þannig að hægt verði að fara að kynna þá niðurstöðu," sagði Steingrímur, en engin niðurstaða hefur þó verið kynnt. Ekki náðist í Steingrím í morgun, en Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans sagði í samtali við fréttastofu að viðræður stæðu enn yfir. Greint hefur verið frá þeirri afstöðu Breta og Hollendinga að þeir leggi á það áherslu að samningarnir verði studdir af meirihluta Alþingis áður en þeir verði lagðir fyrir afgreiðslu þess. Huginn Freyr sagði að þetta væri að hluta til rétt, þar sem Bretar og Hollendingar hefðu lagt áherslu á breiða samstöðu um þann samning sem verði gerður. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á haustráðstefnu KPMG í gær að nýjustu upplýsingar bentu til þess að sú upphæð sem ríkissjóður þyrfti að greiða vegna Icesave-reikninganna yrði að öllum líkindum umtalsvert lægri en áður hefur verið talið. „Samkvæmt nýjustu vísbendingum þá bendir flest til þess að Icesave-skuldin verði hugsanlega vel innan við 5 prósent af landsframleiðslu," sagði Már. Verg landsframleiðsla var 1.500 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt tölfræði Hagstofunnar. Fimm prósent af því eru 75 milljarðar króna, en síðasta tilboð sem Bretar og Hollendingar gerðu hljóðaði upp á 110 milljarða króna eingreiðslu sem greiða ætti fyrir svokallað vaxtafrí samninganna fram til 1. janúar 2012. Eftir þann tíma ættu eignir Landsbankans að ganga upp í höfuðstól Icesave og vextir byrja að reiknast ofan á það sem eftir stæði. Þeir myndu verða 2,5 prósent til 3,5 prósent álag ofan á LIBOR-vexti og leggjast ofan á lánið á árunum 2012 til 2016 þegar lokauppgjör færi fram. Ef heildarkostnaðurinn verður 75 milljarðar króna er því ljóst að um umtalsvert betri niðurstöðu er að ræða en áður hefur verið talið. Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Nýjustu upplýsingar benda til að heildarupphæð sem ríkissjóður þarf að greiða vegna Icesave-reikninga Landsbankans verði 5 prósent af landsframleiðslunni eða 75 milljarðar króna. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra í gær. Engir samningar hafa enn litið dagsins ljós. Tafir á lausn Icesave-málsins hafa stöðvað erlenda fjárfestingu hér á landi og tafið fyrir aðkomu ríkissjóðs að alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við Ísland í dag í síðustu viku að stutt væri í að niðurstaða yrði kynnt í viðræðum við Breta og Hollendinga. Steingrímur sagðist vonast til þess að málið myndi skýrast mjög fljótt. Unnið væri að málinu upp á hvern dag. „Við erum alltaf að vonast til þess að nú fari menn að klára það sem út af stendur þannig að hægt verði að fara að kynna þá niðurstöðu," sagði Steingrímur, en engin niðurstaða hefur þó verið kynnt. Ekki náðist í Steingrím í morgun, en Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans sagði í samtali við fréttastofu að viðræður stæðu enn yfir. Greint hefur verið frá þeirri afstöðu Breta og Hollendinga að þeir leggi á það áherslu að samningarnir verði studdir af meirihluta Alþingis áður en þeir verði lagðir fyrir afgreiðslu þess. Huginn Freyr sagði að þetta væri að hluta til rétt, þar sem Bretar og Hollendingar hefðu lagt áherslu á breiða samstöðu um þann samning sem verði gerður. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði á haustráðstefnu KPMG í gær að nýjustu upplýsingar bentu til þess að sú upphæð sem ríkissjóður þyrfti að greiða vegna Icesave-reikninganna yrði að öllum líkindum umtalsvert lægri en áður hefur verið talið. „Samkvæmt nýjustu vísbendingum þá bendir flest til þess að Icesave-skuldin verði hugsanlega vel innan við 5 prósent af landsframleiðslu," sagði Már. Verg landsframleiðsla var 1.500 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt tölfræði Hagstofunnar. Fimm prósent af því eru 75 milljarðar króna, en síðasta tilboð sem Bretar og Hollendingar gerðu hljóðaði upp á 110 milljarða króna eingreiðslu sem greiða ætti fyrir svokallað vaxtafrí samninganna fram til 1. janúar 2012. Eftir þann tíma ættu eignir Landsbankans að ganga upp í höfuðstól Icesave og vextir byrja að reiknast ofan á það sem eftir stæði. Þeir myndu verða 2,5 prósent til 3,5 prósent álag ofan á LIBOR-vexti og leggjast ofan á lánið á árunum 2012 til 2016 þegar lokauppgjör færi fram. Ef heildarkostnaðurinn verður 75 milljarðar króna er því ljóst að um umtalsvert betri niðurstöðu er að ræða en áður hefur verið talið.
Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent